hallveig vildi að ég segði einhverjar hryllingssög…

hallveig vildi að ég segði einhverjar hryllingssögur af paul zukofsky, sem er að fara að stjórna okkur í hinu margumtalaða messiaenverki. ég man svosem ekki margar skemmtilegar, þó ég hafi unnið með honum nokkrum sinnum,

maður var alltaf skíthræddur við hann, en samt var hann mjög skemmtilegur, svona hræðilega skemmtilegur einhvern veginn! augnaráð sem gat drepið, ef augnaráð geta það á annað borð, en alltaf laumandi út úr sér einhverjum gullkornum. hann átti það hins vegar til að taka fólk fyrir, ég held ég geti talið upp alla sem hann tók fyrir á námskeiðunum sem ég tók þátt í hjá honum, oftast var þetta fólk sem voru hans helstu stuðningsmenn og aðdáendur, sérkennileg sjálfseyðingarhvöt þar að verki. ég var alveg í aðdáendaklúbbnum, var þrátt fyrir það búin að sjá mynstrið hjá honum, og þegar hann ætlaði að fara að terrorisera mig, veifaði ég bara bless og stóð ekki í því! hætti við að vera á því námskeiði.

gat svo vel unnið með honum aftur þegar við sungum tímann og vatnið eftir atla heimi! (þá var það atli sjálfur sem paul þoldi ekki, var alltaf að tala um „the Atli Heimir Disease“, hehe)

það er semsagt heilmikil upplifun að vinna með honum. en dyntirnir og tiktúrurnar, maður minn! hann lét til dæmis alltaf keyra sig milli hótels sögu og hagaskóla annars vegar og háskólabíós hins vegar! held það dæmi hafi reyndar skánað með árunum. hann kom varla út undir bert loft, enda snjóhvítur, svona marilyn manson hvítur, eiginlega.

verða þokkalega þéttar æfingar á þessu í næstu viku, 6 þriggja tíma æfingar og einir tónleikar á 9 dögum, urrgh!

0 Responses to “hallveig vildi að ég segði einhverjar hryllingssög…”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

  • 373.229 heimsóknir

dagatal

janúar 2004
S M F V F F S
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
25262728293031

sagan endalausa


<span>%d</span> bloggurum líkar þetta: