Sarpur fyrir 16. janúar, 2004

fór með glæsikerruna á verkstæði áðan, loftnetið v…

fór með glæsikerruna á verkstæði áðan, loftnetið var bilað. þeir hjá aukarafi voru búnir að segja að þetta myndi kosta frá þremur upp í sautján þúsundkalla, varð mín nokkuð ánægð með að sleppa með 1435 krónur??? ójá! loftnetið var barasta ekki tengt, þannig að það var ekki furða þó móttakan á útvarpinu væri ekki upp á marga fiska. (nú trúi ég seljandanum að hann hafi ekki vitað af þessu því hann hafi aldrei hlustað á útvarpið) en semsagt, nú getum við aftur farið að hlusta á rás 1, gott mál.


bland í poka

teljari

  • 373.229 heimsóknir

dagatal

janúar 2004
S M F V F F S
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
25262728293031

sagan endalausa