Sarpur fyrir 6. janúar, 2004

þá er maður búinn að kjósa í tónlistarverðlaununum…

þá er maður búinn að kjósa í tónlistarverðlaununum! netkosning fyrir tónlistarakademíuna, vægi hennar er 50% á móti dómnefndunum. ekki kaus ég nú í öllum flokkum, hef til dæmis aldrei séð poppmyndböndin, ekki eitt einasta af þeim. var svosem ekki mjög mikil spurning um hvað maður kysi í klassísku tónverki eða hljómplötu ársins, jú, reyndar var nú smá spurning með hljómplötuna, tvær sem komu til greina.

afhendingin kvöldið 14. í þjóðleikhúsi, ég er ekki enn búin að fá boðsmiða, arggh! er að kenna til klukkan 7, eins gott að þetta byrji ekki fyrr en 8!!! maður verður nú að komast heim og fara í fína pússið.


bland í poka

teljari

  • 373.229 heimsóknir

dagatal

janúar 2004
S M F V F F S
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
25262728293031

sagan endalausa