Sarpur fyrir 1. janúar, 2004

mega veisla hjá okkur í gærkvöldi, 18 manns í mat,…

mega veisla hjá okkur í gærkvöldi, 18 manns í mat, 3réttað, endurnýttir for- og eftirréttir síðan um daginn, en aðalrétturinn nýr, poulet au riesling, (kjúklingur soðinn í rieslingvíni). ekkert smá gott! sauð hann reyndar í ofni í staðinn fyrir potti, þar sem ég á hreint ekki nógu stóran pott fyrir svona margt fólk. hefði nú reyndar örugglega getað fengið sláturpottinn hjá mömmu, en þetta virkaði reyndar mjög vel. ofhitaði reyndar sósuna, hún er með eggjarauðum og rjóma og mátti ekki sjóða, en ég var of óþolinmóð, suðan of lengi að koma upp. þannig að sósan leit ekki eins vel út og hún átti að gera, en það var ekkert að bragðinu…

maturinn ást nærri upp til agna, þannig að það voru engir afgangar í dag 😦 hins vegar nóg til af snakki, guðmundur svili minn kom með einhvern ógurlegan partýpoka, fimm eða sex snakkpoka, þrír af þeim eftir, plús allt sem við keyptum! vorum ekki svo mörg eftir, flestir fóru upp úr áramótunum. fjölskyldufólk og svona, liðið líka að syngja við messur í dag (ég slapp). héldum út til klukkan 4 í nótt, maður hefur ekkert úthald, orðið!!!

en uppþvotturinn í dag, maður minn! er að keyra fimmtu uppþvottavélina núna, og að minnsta kosti einn umgangur eftir. eins gott að vera komin með svoleiðis græju.

Gleðilegt ár! takk fyrir gömlu, everybody! :…

Gleðilegt ár!

takk fyrir gömlu, everybody!

🙂


bland í poka

teljari

  • 373.229 heimsóknir

dagatal

janúar 2004
S M F V F F S
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
25262728293031

sagan endalausa