Sarpur fyrir 30. desember, 2003

jæja, þá er maður búinn að sjá return of the king!…

jæja, þá er maður búinn að sjá return of the king! (passið ykkur, spoilers framundan)

fórum bara í regnbogann í gærkvöldi, til að þurfa ekki að hreyfa bílinn. þetta er alveg svolítið flott hjá jackson/walsh!!! hugsa samt að ég hefði orðið fyrir enn meiri hughrifum ef ég kynni ekki söguna svona utanbókar. en mikið svakalega eru sumar senurnar þarna glæsilegar. til dæmis þessi með kyndlunum á fjallstoppunum, og bardaginn við fílana og fleira og fleira! hlakka ekkert smá til að sjá lengdu útgáfuna, fyrir næstu jól

sumum atriðum var algerlega sleppt, eins og scouring of the shire kaflanum, og þó ég skilji það mjög vel, upp á hraðann í myndinni, saknaði ég þess svolítið samt. vantaði eiginlega alveg ástæðuna fyrir því að sam skyldi vera kosinn bæjarstjóri í hobbiton til dæmis.

ýmislegt annað sem var sleppt mátti alveg missa sín, til dæmis þegar fróði og sam voru uppgötvaðir í orkabúningunum og þurftu að þramma til baka heilan dag. hefði ekki gert sig í mynd þótt væri fínt í bókinni.

ég væri meira en til í að fara aftur að sjá þetta, og það fljótlega.


bland í poka

teljari

  • 375.038 heimsóknir

dagatal

desember 2003
S M F V F F S
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28293031  

sagan endalausa