tónleikarnir hjá hallveigu og steina voru ekkert m…

tónleikarnir hjá hallveigu og steina voru ekkert minna en FRÁBÆRIR! mér fannst ég sko ekki vera neitt jólastressuð, en tókst að róast þvílíkt samt. og allt hljómaði þetta eins og þau hefðu ekkert fyrir þessu. að minnsta kosti skein mjög vel í gegn hvað þau höfðu gaman af þessu

þjófavörnin í bílnum mínum fór í gang snemma á tónleikunum, ég rauk út (sat aftast, var sko að selja miða) sá engan en viðkomandi hefur kannski náð að komast í hvarf inn í trjálund á neskirkjulóðinni. var ekki með lykilinn á mér, en það var nóg að lemja á blessaðan bílinn og segja honum að þegja, (held reyndar að hann sé stilltur á að æpa bara í stuttan tíma)

en semsagt, meiriháttar! verst að ég held að það hafi enginn gagnrýnandi komið, frekar en á tónleikana hjá hljómeyki á fimmtudaginn 😦 súrt.

0 Responses to “tónleikarnir hjá hallveigu og steina voru ekkert m…”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

  • 375.119 heimsóknir

dagatal

desember 2003
S M F V F F S
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28293031  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: