Sarpur fyrir 23. desember, 2003

skrapp í þorláksmessuboðið hjá nönnu áðan, þokkale…

skrapp í þorláksmessuboðið hjá nönnu áðan, þokkalega glæsilegt, skinkan fræga þvílíkt hnossgæti, og allt hitt náttúrlega líka. borðin svignuðu undan kræsingunum. klikkaði á því að mæta í fyrra, algjör mistök.

takk, nanna!

mín búin að bjarga jólastemningunni í húsinu :-) …

mín búin að bjarga jólastemningunni í húsinu 🙂

ég var að vandræðast yfir jólalyktarleysi, mín jólalykt er sko ilmurinn af nýsoðnu rauðkáli. ég er hins vegar ekki með fólk í mat annað kvöld, og ekki með pörusteikina í ár, þannig að eiginlega þurfti ég ekki að sjóða neitt rauðkál. og það gat ég ekki hugsað mér 😦 datt þá í hug að tengdamamma notar yfirleitt rauðkál úr krukku. kveiknar ekki á þessari fínu ljósaperu hjá minni, hringi í tengdó og býðst til að sjóða fyrir hana. boðið var náttúrlega þegið með þökkum. þannig að hér verður sett yfir rauðkál first thing tomorrow! mmm, jól!

og þorláksmessa gengin í garð finnur fékk kartö…

og þorláksmessa gengin í garð

finnur fékk kartöflu í skóinn! fannst það mjög merkilegt, var eiginlega ekkert fúll, en þegar hann byrjaði að ormast í morgun dugði alveg að spyrja hvort hann vildi aftur fá kartöflu á morgun, hann hafði ekki mikinn áhuga á því.

stelpurnar eru að fara upp í leikskóla að spila fyrir bróður sinn og hin krílin, fífa stendur hjá mér og æfir jingle bells, en freyja ætlar ekki að spila jólalag, heldur lag sem hún hefur æft í tímum, renndi yfir það í gærkvöldi og gekk bara fínt, þó sellóið hafi ekki verið snert síðan skólinn var búinn, fyrir tæpri viku

ætli maður fari svo ekki og klári síðustu jólagjafakaupin, vil helst sleppa við að þurfa að gera það á morgun.

tónleikarnir hjá hallveigu og steina voru ekkert m…

tónleikarnir hjá hallveigu og steina voru ekkert minna en FRÁBÆRIR! mér fannst ég sko ekki vera neitt jólastressuð, en tókst að róast þvílíkt samt. og allt hljómaði þetta eins og þau hefðu ekkert fyrir þessu. að minnsta kosti skein mjög vel í gegn hvað þau höfðu gaman af þessu

þjófavörnin í bílnum mínum fór í gang snemma á tónleikunum, ég rauk út (sat aftast, var sko að selja miða) sá engan en viðkomandi hefur kannski náð að komast í hvarf inn í trjálund á neskirkjulóðinni. var ekki með lykilinn á mér, en það var nóg að lemja á blessaðan bílinn og segja honum að þegja, (held reyndar að hann sé stilltur á að æpa bara í stuttan tíma)

en semsagt, meiriháttar! verst að ég held að það hafi enginn gagnrýnandi komið, frekar en á tónleikana hjá hljómeyki á fimmtudaginn 😦 súrt.


bland í poka

teljari

  • 375.038 heimsóknir

dagatal

desember 2003
S M F V F F S
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28293031  

sagan endalausa