Sarpur fyrir 19. desember, 2003

jæja, þá er maður kominn í jólafríið! tja, svona …

jæja, þá er maður kominn í jólafríið! tja, svona fyrir utan jólastúss ýmislegt, kortin ekki farin af stað, íbúðin í rúst…;-)

tónleikarnir gengu bara mjög vel, var virkilega góð hugmynd með palla og móniku, ég var svolítið hrædd við að það myndi virka alveg út úr kú, en það gerði það hreint ekki, braut bara upp allt þetta a cappella prógramm okkar.

útsetningin á dingdong sló í gegn, takk king’s singers 🙂

partí á eftir heima hjá mér, slátrað nokkrum rauð- og hvítvínsflöskum, síðustu gestir út um þrjúleytið, enda var maður hálfmyglulegur í morgun! vel þess virði, samt.

og í dag bökuðum við hallveig sörur, mmm!


bland í poka

teljari

  • 375.027 heimsóknir

dagatal

desember 2003
S M F V F F S
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28293031  

sagan endalausa