Sarpur fyrir 14. desember, 2003

þá eru búnir þessir líka fínu tónleikar hjá sinfón…

þá eru búnir þessir líka fínu tónleikar hjá sinfóníuhljómsveit áhugamanna. nýtt verk eftir pavel e smid, bara ekki sem verst, og síðan fyrsti píanókonsert sjostakóvitsj, brilljant stykki, peter máté og david nootenboom (trompetleikari) skiluðu sínu með glans, hljómsveitin sveimérþá ekki sem verst heldur, (sem útleggst ekki allt of margir sárir staðir og ekkert fór í sundur 🙂 mesta furða, miðað við æfingarnar á undan, mér var satt að segja ekki farið að lítast á blikuna. en svona er þetta oft hjá okkur, ótrúlega mikið sem gerist á síðustu stundu, kannski fólk fari heim og æfi sig, þegar blikan er orðin dökk.

freyja dansaði voða fínt á sýningunni sinni í gær, eina af hópnum sínum sem mundi eftir að hneigja sig, suzukiuppeldið að segja til sín. hreint ekki feimin á sviði, sama uppeldi. suzukikrakkarnir náttúrlega alvanir að koma fram, hún spilar til dæmis sóló í hverjum einasta hóptíma í sellóinu.

í kvöld ætlum við að horfa á seinni hluta two towers, extended version, gaman! ég reyndar sáröfundaði óla bróður þegar hann sagði mér í símann í dag að hann væri að fara á extended version í BÍÓ! hvers vegna er ekki boðið upp á það hérna??? kannski verður boðið upp á laaaangt maraþonbíó, þegar lengda útgáfan af return of the king verður komin.


bland í poka

teljari

  • 375.038 heimsóknir

dagatal

desember 2003
S M F V F F S
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28293031  

sagan endalausa