er að hlusta á jóladiskinn með önnu soffíu von otter, ekki óánægð með að hafa keypt hann! frábærar útsetningar, og ekki skemmir söngurinn og hljóðfæraleikurinn fyrir!
hinir diskarnir sem ég keypti voru passían hans hafliða, dixit dominus eftir händel, vivaldi stabat mater og svo britten sönglagadiskur með robert tear! robert tear er æði! breski tenórasöngstíllinn alltaf í miklu uppáhaldi hjá mér, eitthvað annað en þessi ítalski belgingur 😉 enda eru allir uppáhaldstenórarnir mínir (þorbjörn, óli og eyvi!) á þessari línu!
annars er ástand heima hjá mér! gubbupestirnar grasserandi! finnur í fyrradag, freyja í gær, jón lárus í dag, vona að við fífa sleppum!
en betra núna en um jólin!!!
0 Responses to “er að hlusta á jóladiskinn með önnu soffíu von ott…”