Sarpur fyrir 7. desember, 2003

í dag kom slökkvibíll og sjúkrabíll og tveir lögre…

í dag kom slökkvibíll og sjúkrabíll og tveir lögreglubílar og stoppuðu fyrir utan fyrrverandi húsið hennar hallveigar, slökkviliðsmenn æddu inn og leituðu elds, en fundu síðan ekki neitt sem betur fer! kunni ekki við að fara til þeirra og forvitnast, en konan í næsta húsi fór til að spyrja hvort hún ætti að byrja að bera út myndaalbúmin sín og svoleiðis, (hennar hús er samliggjandi). neinei, var svarið, enginn eldur. ekki smá varúðarráðstafanir, með alla þessa bíla og lokaða götu!

maður skilur það svo sem mjög vel, þar sem eldur á þessum stað í bænum er enn hættulegri en víða annars staðar, öll þessi þétta byggð, endalausir skúrar og bakhús, og fullt af timburhúsum!

annars varð okkur mikið úr verki í dag, fullt keypt af jólagjöfum, jólaísinn kominn í frystiskápinn, piparkökur í dós (takk júlía! stelpurnar bökuðu og skreyttu í fossvoginum sko!) féllum fyrir fjólublárri seríu í byko, mjög smart! maður bara að komast í smá hátíðaskap!

gerði allt sem ég ætlaði að gera í dag, nema yfirlit fjármála fyrir hljómeyki, ætli fyrramálið verði ekki að fara í það!


bland í poka

teljari

  • 375.038 heimsóknir

dagatal

desember 2003
S M F V F F S
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28293031  

sagan endalausa