freyja spilaði á tónleikum með sellóhópnum sínum áðan, jólatónleikar suzuki í dag. gekk bara vel hjá henni, sérstaklega miðað við að hún hafði ekki hugmynd um að hún ætti að fara að spila, hvað þá hvaða lög yrðu flutt, fyrr en mamma hennar tók við sér um hádegisbilið og mundi eftir tónleikunum! örnólfur sellóhóptímakennari var ekki búinn að ákveða hvaða lög ætti að spila á tónleikunum þegar hann hitti hópinn síðasta laugardag, síðan lét hann alla krakkana vita hvenær ætti að mæta og hvað ætti að spila, í einkatímunum í vikunni!
nema hvað, freyja er bara ekkert hjá honum í einkatímum, heldur hinum sellókennaranum í skólanum! og gullfiskaminnið í mömmunni slíkt að hún hafði ekki rænu á að hringja og spyrja!
en þessir suzukikrakkar kunna lögin svo vel að þetta var svo sem ekkert vandamál! sá ekki betur að hún ruglaðist ekki neitt!
0 Responses to “freyja spilaði á tónleikum með sellóhópnum sínum á…”