hmmm, eitthvað er þetta nú undarlegt! hef ekki tíma til að laga, er að fara að syngja á endurteknum tónleikum með palla og móniku í víðistaðakirkju!
Sarpur fyrir 4. desember, 2003
tilnefning komin í hús!
og meira að segja 2 aðrar sem tengjast mér!
af moggavef:
Sígild og nútímatónlist
Hljómplata ársins:
* Brandenborgarkonsertar Jóhanns Sebastians Bachs. Kammersveit Reykjavíkur undir stjórn Jaap Schröder. útgefandi: Smekkleysa.
* Passía eftir Hafliða Hallgrímsson. Mary Nessinger, Garðar Thor Cortes, Mótettukór og Kammersveit Hallgrímskirkju. Hörður Áskelsson stjórnar flutningi. Útgefandi: Ondine.
* Sjöstrengjaljóð. Fimm kammerverk Jóns Ásgeirssonar í flutningi Kammersveitar Reykjavíkur. Útgefandi: Smekkleysa.
* Virgo gloriosa. Sex trúarleg söngverk eftir Báru Grímsdóttur í flutningi sönghópsins Hljómeykis. Bernharður Wilkinsson stjórnar flutningi. Útgefandi: Smekkleysa.
* Þýðan eg fögnuð finn. útsetningar íslenskra tónskálda á.tónlist úr handritum. Sönghópurinn Gríma. Útgefandi: Smekkleysa.
Tónverk ársins
* Guðbrandsmessa eftir Hildigunni Rúnarsdóttur. Flytjendur eru Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Marta Hrafnsdóttir, Björn I. Jónsson, Eiríkur Hreinn Helgason, Kór og Kammersveit Langholtskirkju undir stjórn Jóns Stefánssonar.
* Sinfónía eftir Hróðmar Inga Sigurbjörnsson. Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Bernharðar Wilkinssonar.
* Sinfóníetta eftir Jónas Tómasson. Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Bernharðar Wilkinssonar.
* Konsert fyrir klarínettu og blásarasveit eftir Tryggva M. Baldvinsson. Sveinhildur Torfadóttir og Blásarasveit Reykjavíkur undir stjárn Kjartans Óskarssonar.
* Píanótríó eftir Þórð Magnússon. Trio Nordica, skipað Auði Hafsteinsdóttur, Bryndísi Höllu Gylfadóttur og Monu Sandström
enn vantar mig eiginlega eina söngkonu í messiaen! ég er búin að fá hina og þessa, þetta verður þvílíkt samsafn! hljómeyki, graduale nobili, hamrahlíð, schola, kammerkór hafnarfjarðar, kammerkór suðurlands og svo stelpur ótengdar kórum í augnablikinu! síðan er ég eiginlega dauðhrædd um að þegar einhverjar af þeim fá nóturnar í hendurnar gefist þær upp! þetta er sko ekkert auðvelt, allt á frönsku, undarleg taktskipti og tónbil, og til að toppa þetta allt saman eru söngnóturnar ekki með neinu til að styðja sig við!
skil ekki hverjum dettur í hug að búa til svoleiðis kórparta! ég veit ekki til þess að nein af stelpunum sem eru að fara að syngja í þessu séu með absólút heyrn (geti hitt á nákvæmlega rétta tóna án þess að þeim sé gefin nein viðmiðun)
þetta verður mikil vinna! en verkið er ofboðslega fallegt! messiaen magnaður!
Nýlegar athugasemdir