Sarpur fyrir 4. desember, 2003

hmmm, eitthvað er þetta nú undarlegt! hef ekki tí…

hmmm, eitthvað er þetta nú undarlegt! hef ekki tíma til að laga, er að fara að syngja á endurteknum tónleikum með palla og móniku í víðistaðakirkju!

tilnefning komin í hús! og meira að segja 2 aðr…

tilnefning komin í hús!

og meira að segja 2 aðrar sem tengjast mér!

af moggavef:

Sígild og nútímatónlist

Hljómplata ársins:

* Brandenborgarkonsertar Jóhanns Sebastians Bachs. Kammersveit Reykjavíkur undir stjórn Jaap Schröder. útgefandi: Smekkleysa.

* Passía eftir Hafliða Hallgrímsson. Mary Nessinger, Garðar Thor Cortes, Mótettukór og Kammersveit Hallgrímskirkju. Hörður Áskelsson stjórnar flutningi. Útgefandi: Ondine.

* Sjöstrengjaljóð. Fimm kammerverk Jóns Ásgeirssonar í flutningi Kammersveitar Reykjavíkur. Útgefandi: Smekkleysa.

* Virgo gloriosa. Sex trúarleg söngverk eftir Báru Grímsdóttur í flutningi sönghópsins Hljómeykis. Bernharður Wilkinsson stjórnar flutningi. Útgefandi: Smekkleysa.

* Þýðan eg fögnuð finn. útsetningar íslenskra tónskálda á.tónlist úr handritum. Sönghópurinn Gríma. Útgefandi: Smekkleysa.

Tónverk ársins

* Guðbrandsmessa eftir Hildigunni Rúnarsdóttur. Flytjendur eru Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Marta Hrafnsdóttir, Björn I. Jónsson, Eiríkur Hreinn Helgason, Kór og Kammersveit Langholtskirkju undir stjórn Jóns Stefánssonar.

* Sinfónía eftir Hróðmar Inga Sigurbjörnsson. Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Bernharðar Wilkinssonar.

* Sinfóníetta eftir Jónas Tómasson. Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Bernharðar Wilkinssonar.

* Konsert fyrir klarínettu og blásarasveit eftir Tryggva M. Baldvinsson. Sveinhildur Torfadóttir og Blásarasveit Reykjavíkur undir stjárn Kjartans Óskarssonar.

* Píanótríó eftir Þórð Magnússon. Trio Nordica, skipað Auði Hafsteinsdóttur, Bryndísi Höllu Gylfadóttur og Monu Sandström

enn vantar mig eiginlega eina söngkonu í messiaen!…

enn vantar mig eiginlega eina söngkonu í messiaen! ég er búin að fá hina og þessa, þetta verður þvílíkt samsafn! hljómeyki, graduale nobili, hamrahlíð, schola, kammerkór hafnarfjarðar, kammerkór suðurlands og svo stelpur ótengdar kórum í augnablikinu! síðan er ég eiginlega dauðhrædd um að þegar einhverjar af þeim fá nóturnar í hendurnar gefist þær upp! þetta er sko ekkert auðvelt, allt á frönsku, undarleg taktskipti og tónbil, og til að toppa þetta allt saman eru söngnóturnar ekki með neinu til að styðja sig við!

skil ekki hverjum dettur í hug að búa til svoleiðis kórparta! ég veit ekki til þess að nein af stelpunum sem eru að fara að syngja í þessu séu með absólút heyrn (geti hitt á nákvæmlega rétta tóna án þess að þeim sé gefin nein viðmiðun)

þetta verður mikil vinna! en verkið er ofboðslega fallegt! messiaen magnaður!


bland í poka

teljari

  • 375.038 heimsóknir

dagatal

desember 2003
S M F V F F S
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28293031  

sagan endalausa