huggulegt hérna hjá okkur freyju, einar heima, hún að læra og ég í tölvunni 😉 annars er rifist um hana, tvær vinkonur sem báðar vilja helst hafa einkarétt! svona var þetta hjá fífu líka, endaði á því að ég varð að tala við skólann um að þær yrðu ekki allar í sama bekk!
munur að vera vinsæll! ekki var ég svona vinsæl!
búin með 5 sálmaútsetningar núna og með eina í takinu, algjöra umbyltingu á útsetningunni. sumar skreyti ég bara smá, set yfirrödd eða undirrödd en læt kórsatzinn alveg halda sér, fer eftir því hvað hann er góður til að byrja með. stundum svo óhemju leiðinlegur!
líka búin að vera að vinna svolítið í skálholtsverkinu fyrir næsta sumar. hálfsé eftir því að hafa valið þennan texta, erfitt að hafa mikla tilbreytingu með honum – challenge!
0 Responses to “huggulegt hérna hjá okkur freyju, einar heima, hún…”