Sarpur fyrir 27. október, 2003

og enn er komin vinnuvika! sendi disk með mes…

og enn er komin vinnuvika!

sendi disk með messunni út til bandaríkjanna fyrir viku, (suss!) kórstjóri þar sem er mjög spenntur fyrir að setja hana á dagskrá! vona að eitthvað komi út úr því! gaman. sendi henni netfangið hjá tónverkamiðstöð svo hún geti pantað nóturnar. þetta verður náttúrlega ekkert strax, allir þessir kórar eru með tónleikana sína planaða langt fram í tímann. en verður spennandi að fylgjast með þessu. geri mér svolitlar vonir með dreifingu á þessu verki!

komin upp lús á deildinni hjá finni, ojbara! vona við sleppum! hefur nokkrum sinnum komið upp í skólanum hjá fífu og freyju, en við höfum alltaf sloppið við óværuna hingað til (bank, bank, bank!) ekki mjög spennandi, vægast sagt!

jæja, best að halda áfram að undirbúa kennsluna 😦


bland í poka

teljari

  • 377.785 heimsóknir

dagatal

október 2003
S M F V F F S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  

sagan endalausa