Sarpur fyrir 23. október, 2003

pabbi var að koma frá egilsstöðum áðan, sótti hann…

pabbi var að koma frá egilsstöðum áðan, sótti hann á flugvöllinn, hendurnar litu út eins og á holdsveikrasjúklingi! einn búinn að ofgera sér við flísalagnir!

umbúðaskipti í morgun, ég er víst að henda út rest af saumum, smágöt út um allt, urggh! verð víst fastagestur á göngudeild næstu viku

verst hvað það er dýrt!

annars ætla ég að reyna að hætta að nota debetkortið í búðum, hrikalega dýrt! vondi kommúnistaþátturinn í útvarpinu var með úttekt á bankakostnaði. meðalmanneskja með debetkort borgar um 15.000 á ári fyrir að nota kortið sitt í búðum

ég get alveg notað 15.000 kall! en kannski er þetta bara kommúnistaáróður!


bland í poka

teljari

  • 377.785 heimsóknir

dagatal

október 2003
S M F V F F S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  

sagan endalausa