Sarpur fyrir 22. október, 2003

jæja, ástarfaðirinn kominn á blað í nýrri útsetnin…

jæja, ástarfaðirinn kominn á blað í nýrri útsetningu, með orgelpunkti og yfirrödd 🙂 byrjuð á báðum augum (jarðarfarasöngvarabrandari!)

3. dagur í stakloxtöku (sýklalyfið) viðbjóður getur þetta verið! kúgast með hverri töflu! ástand á okkur systrum! vældi út frí í 3 fyrstu tímunum í dag, en kenndi tónheyrnina, krakkarnir þar fengu ekki kennslu þessar 3 vikur sem ég var frá.

lenti annars í umferðarteppu des Todes á leiðinni í hafnarfjörðinn að kenna! samfelld bílalest, um 2 km/klst frá eiríksgötu að kringlumýrarbraut! ég var vitlausu megin við ljósin á snorrabraut/miklubraut og gat þess vegna ekki beygt austur miklubraut þegar ég áttaði mig á ástandinu! komst ekki út úr pakkanum fyrr en við litluhlíð, fór hamrahlíðina og meira að segja þar var teppa, þar sem ansi margir höfðu fengið sömu hugmynd og ég. leystist ekki úr þessu fyrr en ég komst út á kringlumýrarbraut. úff!!! enda var ég nærri kortéri of sein í tímann þó ég héldi að ég hefði gefið mér góðan tíma til að komast! eins gott að ég var með gemsanúmer hjá krökkunum!!!

annars klikkaði tóta illilega og kom ekki með freyðivín og snittur í tímann, suss bara!

prófarkalas viðtalið mitt í kvöld, ekki sem verst montplagg 😉


bland í poka

teljari

  • 375.560 heimsóknir

dagatal

október 2003
S M F V F F S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  

sagan endalausa