Hér koma uppskriptirnar: Laxaforréttur: reyk…

Hér koma uppskriptirnar:

Laxaforréttur:

reyktur lax, helst villtur en eldis í lagi

klettasalat (rucola)

kapers, smár

sítrusolía (frá Merchant Gourmet, fæst m.a. í Nóatúni)

lax skorinn í sneiðar og sett á diska

salati og kapers stráð yfir

sítrusolíu hellt yfir allt saman í hæfilegu magni

Kálfakjöt Parmigiano (fyrir 4)

3 matskeiðar ólífuolía

1 laukur, smátt saxaður

3 hvítlauksgeirar, pressaðir

1 dós niðursoðnir hakkaðir tómatar

1 glas rauðvín (má sleppa)

1 dós niðursoðin tómatsósa

1/2 teskeið þurrkað timian

400-500 gr kálfakjöt í þunnum sneiðum

1 egg

1/3 bolli parmigiano reggiano, rifinn

1/3 bolli brauðrasp

1 kúla ferskur mozzarella ostur, skorinn í sneiðar

Salt og pipar

Steikið lauk og hvítlauk á pönnu, bætið svo tómötunum og salti og pipar við og sjóðið niður í 10 mínútur. Bætið tómatsósunni rauðvíninu (ef vill) og timianinu saman við og sjóðið áfram í 20 mínútur.

Hitið ofninn í 200 gráður.

Á meðan sósan sýður, undirbúið kjötið:

hrærið egg á diski og blandið saman brauðraspi og parmigiano osti á annan disk. Skiljið eftir svolítið af ostinum. Veltið kjötinu upp úr egginu og brauðmylsnunni og brúnið létt á hvorri hlið. Raðið sneiðunum á eldfast fat, raðið mozzarellaostinum ofan á og hellið sósunni yfir. Stráið afgangnum af parmigiano ostinum yfir.

Bakið í 30 mínútur.

Gott er að hafa með ofnbakaðar kartöfluskífur og gott hrásalat.

Créme brulée:

2 1/2 dl rjómi

2 1/2 dl mjólk

1 vanillustöng eða góður essens (ekki þessir dæmigerðu dropar)

100 g sykur

4 eggjarauður

hrásykur

ofninn hitaður í 150° og vatn sett í ofnskúffu.

vanillustöngin er soðin í mjólkinni og rjómanum ásamt helmingnum af sykrinum, blandan síðan kæld nokkuð.

rauðurnar þeyttar ljósar og léttar með afganginum af sykrinum.

vanillustöngin veidd upp úr, og rjómablöndunni þeytt smám saman út í eggin.

hellt í lítil form sem bökuð eru í vatnsbaði þar til búðingurinn er orðinn stífur.

kældur vel í formunum, hrásykri stráð yfir og búðingur brenndur með eldvörpu, undir grilli eða á annan hátt

mikilvægt að hann sé vel kaldur, gott að gera hann að morgni og geyma í ísskáp fram á veislukvöld

(uppskrift að grunni frá nönnu, úr matarást, klikkar aldrei! Mmmmm)

0 Responses to “Hér koma uppskriptirnar: Laxaforréttur: reyk…”



  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s




bland í poka

teljari

  • 377.785 heimsóknir

dagatal

október 2003
S M F V F F S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: