Sarpur fyrir 16. október, 2003

þessum stolid af vef hjá tótu litlu á ofurþéttbýli…

þessum stolid af vef hjá tótu litlu á ofurþéttbýlisstaðnum hallormsstað! (nota bene, þetta var ekki hennar persónulega reynsla:-)

STELPUKVÖLD!!!

Eitt kvöldið var mér boðið út. Og sko BARA með stelpunum.

Ég sagði manninum mínum að ég yrði komin heim um miðnætti?. „Ég lofa því!“

Jæja, tíminn leið og það var mikið drukkið af kampavíni. Um 3 leytið um nóttina var ég orðin pöddufull, og ég ákvað að drífa mig heim. Um leið og ég gekk inn fyrir dyrnar byrjaði gauksklukkan okkar að slá (gala), og galaði 3 „kú-kú“. Þegar ég heyrði það þá reiknaði ég með að hann myndi vakna, svo að ég „kú-kú- aði“ (galaði) 9 sinnum til viðbótar. Ég var ótrúlega stolt af sjálfri mér að hafa komið me? þessa snilldarhugmynd,(alveg á perunni), til þess að sleppa við nöldur næsta dag. Daginn eftir spurði maðurinn mig hvenær ég hefði komi? heim, og ég sagði honum að ég hefði komið klukkan 12, eins og samið var um. Hann virtist vera sáttur við það, og ég hugsaði: „Hjúkk, ég komst upp með þetta“ En þá sagði hann, „Við þurfum að fá okkur nýja klukku“. Þegar ég spurði hann hvers vegna, sagði hann: „Sko, í gærkvöldi galaði klukkan þrisvar, sagði síðan, „SJITT“, galaði fjórum sinnum til viðbótar, ræskti sig, galaði aftur þrisvar, flissaði, galaði tvisvar sinnum enn, og datt síðan um köttinn og PRUMPAÐI……….

úff! búin ad vera ónýt í kvöld, netið lá nidri …

úff!

búin ad vera ónýt í kvöld, netið lá nidri hjá og! (kannski víðar, veit ekki)

er komin aftur í IE, netscape leiðinlegt við mig, vill að ég skrái mig á instant messenger hjá sér og er alltaf ad henda upp þeim glugga, nenni ómögulega ad vera alltaf ad loka honum! bögg!

tekid vid mig vidtal í morgun, kemur líklega í mogga á laugardaginn eftir viku, í lesbók! verdur áhugavert!

minnst á mig í gramophone magazine, sagt að ég væri nafn sem vert væri ad taka eftir og fylgjast med! vúhúúú! bíðum bara þar til þeir heyra messuna!


bland í poka

teljari

  • 375.560 heimsóknir

dagatal

október 2003
S M F V F F S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  

sagan endalausa