Sarpur fyrir 3. október, 2003

raðast bara inn á mann hlekkirnir þessa dagana, tó…

raðast bara inn á mann hlekkirnir þessa dagana, tóta litla fyrir austan bætist hér með í hópinn

erna erlings setur á mig hlekk og fær hér annan ti…

erna erlings setur á mig hlekk og fær hér annan til baka! fær þann heiður að vera fyrsti hlekkurinn á manneskju sem ég þekki ekki í sjón 🙂

hei, doktor andri már gaf mér bara nærri því clean…

hei, doktor andri már gaf mér bara nærri því clean bill of health! á að halda mig frá vinnu í viku í viðbót, en eftir það má ég lyfta lóðum og allt, ef mér sýnist svo!!! bara bannað að lenda í sjávarháska, ætti að vera auðvelt

brill!!!

hér úti í garði hjá mér er veisla í augnablikinu! …

hér úti í garði hjá mér er veisla í augnablikinu! þvílík ósköp af fuglum að gæða sér á afganginum af rifsberjunum á ofurrifsberjarunnunum mínum! mér dauðbregður alltaf þegar ég kem út um bakdyrnar og upp fljúga svo sem eins og tvöhundruð fuglar! annars er funi, íslenski hundurinn í bakhúsinu, duglegur að hræða þá í burtu stundum!

runnarnir eru annars þvílíkt svakalegir, ég tíndi 4 kíló af þeim, þogga funaeigandi örugglega annað eins, og einhverjir fleiri komust í kynni við þá, fyrir utan nú börnin sem hafa gengið í þetta eins og þau hafa viljað. og nú er búin að vera fuglaveisla í marga daga!

best að fara að taka parkódín forte, er á leiðinni upp á lansa að láta taka úr mér saumana 😦


bland í poka

teljari

  • 375.560 heimsóknir

dagatal

október 2003
S M F V F F S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  

sagan endalausa