og áfram heldur kvefið, búin að vera þung í höfðinu í dag, en rennslið smáminnkar! ætti að verða skárri á morgun!
í dag fengum við ofnana í stofunni sandblásna, eða reyndar stálhaglablásna, núna eru þeir bara púra járnið, í staðinn fyrir þessi 6 eða 7 lög af málningu sem voru á þeim! ætlum að spreyja á þá einu lagi af glæru lakki, verða rosalega flottir og ég tala nú ekki um hvað þeir koma til með að hita betur!
annars hittumst við öll systkinin í morgun, ekki svo oft sem það gerist, með þorbjörn á egilsstöðum og óla í glasgow! mamma og pabbi buðu í morgunmat, þar sem eini tíminn sem við gátum öll hist var frá tíu til tólf í morgun! upptekið fólk
annars vorum við systkinin að spá í að halda tónleika saman (þeas við hallveig vorum að plotta það, sorrí strákar að lesa þetta fyrst á blogginu) verst að það er ekki til miklar tónbókmenntir fyrir 2 sóprana og 2 tenóra (einn léttan og einn þyngri). ætli maður verði bara ekki að skrifa eitthvað! gæti verið að maður henti svo sem einni sellórödd saman við, fyrir emily!
farin í rúmið, reyna að batna!
gónótt!
Nýlegar athugasemdir