glæsilegir dómar um tónleikana hennar hallveigar í…

glæsilegir dómar um tónleikana hennar hallveigar í dag, bæði í mogga og dv! gagnrýnendur líka hrifnir af lögunum mínum, td segir ríkharður örn í mogganum: „Hildigunnur Rúnarsdóttir, systir söngkonunnar, samdi fyrir þrem árum útsetningar á íslenzkum þjóðlögum úr safni sr. Bjarna Þorsteinssonar fyrir tilstilli Unu Margrétar Jónsdóttur hjá RÚV, er valdi að manni skilst einkum hin minna þekktu lög. Þrjú þeirra voru hér á boðstólum, Þú Ísraels lýður, Þá Jesús til Jerúsalem og Í Babýlon við vötnin ströng. Einföld en sterk lög er vissulega verðskulda víðari útbreiðslu en hingað til, og við hæfilega látlausan píanóundirleik er stóðst fyllilega samanburð við beztu útsetningar Ferdinands Rauter í þjóðlagasafni Engelar Lund, ekki sízt nr. 2. “

um hallveigu og árna heimi m.a:

„Það er eiginlega sama hvar niður er borið í þessum átta gimsteinum Griegs; þau Hallveig fóru á þvílíkum kostum að hlustendur gátu ekki annað en að hlýða hugfangnir allt frá byrjun til enda á seiðandi túlkun þeirra.“

jónas sen í dv ekki síðri!

„Ekki síðri voru þrjú íslensk þjóðlög í útsetningu Hildigunnar, systur Hallveigar, Þá Ísraels lýður, Þá Jesús til Jerúsalem og Í Babýlon við vötnin ströng. Útsetningarnar… eru heillandi í einfaldleik sínum. Þær voru líka snilldarlega fluttar; Hallveig söng af fölskvalausri innlifun og Árni Heimir mótaði svo vel þá fáu tóna sem hann þurfti að spila að úr varð magnaður seiður er greinilega hreyfði við áheyrendum.“

og seinna í dómnum:

„… Hér komust þau Hallveig og Árni Heimir á þvílíkt flug að maður gjörsamlega gleymdi stund og stað. Túlkunin var ótrúlega sannfærandi, létt og leikandi þegar við átti, en hádramatísk þess á milli. Söngur Hallveigar var sérlega vel útfærður, öruggur og hljómfagur, og píanóleikurinn var hnitmiðaður og glæsilegur, auk þess að vera skáldlegur. Í stuttu máli var þetta besti flutningur á þessu verki Griegs sem ég hef heyrt á tónleikum hér á landi og fagur vitnisburður um hæfileika og getu þessa frábæra listafólks.“

flott, eh!!!

0 Responses to “glæsilegir dómar um tónleikana hennar hallveigar í…”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

  • 373.752 heimsóknir

dagatal

ágúst 2003
S M F V F F S
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: