datt inn um lúguna hjá mér í dag bókin tsatsiki og mútta, sænsk barnabók, gleypti hana í mig í dag, algerlega brilljant! jón lárus liggur inni í sófa og les, og hlátrasköllin glymja hér fram til mín! stelpurnar enn ekki búnar að lesa hana, gaman að vita hvort þær ná húmornum!
las líka um daginn milljón holur eftir Louis Sachar, líka óhemju góð
mér finnst alltaf að barnabækur verði að vera þannig að fullorðnir hafi gaman af þeim líka, versta sem ég veit þegar er verið að tala niður til krakkanna!
svona fyrir utan barnabókmenntirnar er ég að gleypa í mig kathy reichs og lisu gardner, báðar góðar! minette walters líka frábær, var að lesa fox evil, brill!
0 Responses to “datt inn um lúguna hjá mér í dag bókin tsatsiki og…”