Sarpur fyrir 26. ágúst, 2003

tónleikarnir flottir hjá hallveigu, eins og búast …

tónleikarnir flottir hjá hallveigu, eins og búast mátti við! troðfullt út úr dyrum, gaman! gleymdi að kaupa handa henni blóm, en bætti úr því með að gefa henni rauðvínsflösku, það þætti mér amk mun betra!

hitti eyva á tónleikunum, og henti inn tengil á hann hér til hliðar!

nú, stafirnir birtust bara aftur sjálfir, gefum bl…

nú, stafirnir birtust bara aftur sjálfir, gefum blogger séns!

í kvöld, skyldumæting í sigurjónssafn, hallveig systir og árni heimir með tónleika, stuttir en meiriháttar, hálfníu úti í laugarnesi!

hananu!!! hvad vard af ollum islensku stofunum???…

hananu!!! hvad vard af ollum islensku stofunum??? ekki ma madur bregda ser fra i vikutima!

hjaaalp!

maður minn! hvað var gaman á englandi! bryansto…

maður minn! hvað var gaman á englandi!

bryanston námskeiðið alveg brilljant, spilað og spilað og sungið og sungið og farið í tennis og sund, og nóg rauðvín á hverju kvöldi! fífa í þvílíkt góðu sambandi við stelpurnar á sínum aldri, sá að mestu leyti um sig sjálf í spilatímum, hljómsveitin svolítið erfið fyrir hana en spjaraði sig á endanum! maturinn spes, steiktar pylsur og kartöflukökur (hash browns) eða beikon og franskar í morgunmat, meira bras í hádegis- og kvöldmat, kaffi og kex í millitíðinni (ókei, það var líka morgunkorn á morgnana og salatbar í hádeginu og kvöldin) leist samt ekki alveg nógu vel á vigtina í morgun, átaks er þörf! fífa spilaði á tvennum tónleikum, hljómsveitartónleikum á föstudagskvöldinu og hóptímatónleikum á laugardagsmorguninn, síðan stungum við af til london, degi fyrir lok námskeiðsins!

þessi húsakynni eru ekkert smá flott! yngsti herragarður á englandi, byggður um 1890, risastór aðalbygging, allar stofur heita einhverjum merkilegum nöfnum, meira að segja svefnherbergin, við til dæmis sváfum í salisbury gangi í herbergi sem heitir shakespeare! skal sjá hvort ég finn myndir á netinu af skólanum, og tengja á þær, þarf annars að finna út úr hvernig ég hendi myndunum mínum inn á netið, koma vonandi fljótlega!

það er víst þokkalega dýrt að vera þarna í skóla, 3 annir og um 6000 pund á önn, semsagt skólaárið kostar um 2,2 milljónir! skólinn tekur nemendur frá 13 til 18 ára, þannig að skólaganga eins barns kostar um 11 millur! og bræður hennar emily „mágkonu“ eru þarna báðir! vá!!!

emily sótti okkur annars á námskeiðið á laugardeginum, við kíktum við heima hjá henni, hittum foreldra hennar og systkini, yndislegt fólk, tók þvílíkt vel á móti okkur, fengum hádegismat og spjölluðum áður en við héldum áfram í lestina til london. frábært að fá að hitta þau og alltaf gaman að hitta emily, meiriháttar fín stelpa!

og lox til london, á fína hótelið, þvílíkt glæsilegt herbergi með öllu sem 5*hótelum tilheyrir (hmm, nema það vantaði hárþurrku í herbergið okkar, var hins vegar í herberginu hennar ragnheiðar vinkonu, grrr!). ragnheiður hafði með klækjum fengið borð á hakkasan fyrir okkur um kvöldið (annars er víst 6 mánaða bið eftir borðum þar), mega hip staður í london, enda var maturinn eftir því! langsamlega besti kínverski matur sem ég hef á ævinni bragðað, fífa er yfirleitt ekki hrifin af kínversku, en hún hakkaði þetta gersamlega í sig! þjónustan samt ekki sú besta sem ég hef fengið, þurftum tvisvar að kalla á vínþjóninn. það var líka tvíbókað í sæti, við áttum borð klukkan hálfátta og áttum að vera farin klukkan hálftíu. reyndar fórum við ekki alveg á sekúndunni og það var ekkert verið að reka á eftir okkur, svo sem!

sunnudagurinn fór í rölt um london og ýmis erindi og innkaup, ég fékk kast í tower records og jón lárus í berry bros (vínbúð par excellance – hans kast var mun dýrara en mitt!). þá kominn tími á að koma sér niður á twickenham stadium, þetta er rugbyvöllur, og þetta voru fyrstu tónleikarnir sem voru haldnir þar! risavöllur, tekur 55.000 manns í sæti, og miðarnir okkar voru í FIMMTU röð frá sviðinu! lá við að maður gæti hrist hramminn á jagger kallinum!!! sjóið þvílíkt glæsilegt, risaskjáir, langmesti ljósabúnaður sem ég hef á ævinni séð, flugeldasýning og fleira og fleira! það er sko ekkert smáræði sem þessir ellismellir geta hoppað á sviðinu! viss um að jagger hljóp 20 kílómetra á þessum tveim tímum sem stones voru á sviðinu!!! maður dansaði þarna og hoppaði allan tímann, og skemmti sér konunglega, og samt er ég ekki einu sinni stones fan!

á eftir fórum við baksviðs, fengum meira að segja að koma aðeins upp á sviðið, ekki lengi þó, þar sem verið var að pakka saman! fórum á barinn bak við, því miður voru gamlingjarnir farnir, láta sig náttúrlega hverfa eins og skot. fífa fékk samt trommukjuða frá charlie watts, við fengum líka hatta og boli og hitt og þetta tengt tónleikunum. fórum í rútu með stage crew upp á hótel, settum fífu upp í herbergi að sofa og kvöldið endaði á barnum á millennium, með show director og fleirum! þokkalegt!

mánudagur, meira rölt í bænum, síðan heim með kvöldvélinni, sofnuð um 2leytið um nóttina. og svo bara vinnan strax í morgun, urrgh!


bland í poka

teljari

  • 374.138 heimsóknir

dagatal

ágúst 2003
S M F V F F S
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31  

sagan endalausa