Sarpur fyrir 16. ágúst, 2003

ástandið er eins og á þorláksmessu heima hjá mér! …

ástandið er eins og á þorláksmessu heima hjá mér! gæti ekki einu sinni lagt ólöglega við húsið mitt, glætan! fullt af fólki og brjáluð stemning í bænum, gaman!!! fórum með alla krakkana niður á laugaveg, röltum um og skoðuðum, smökkuðum bilað góða ólífuolíu í kokku, kíktum í vínberið og keyptum nammi, enduðum í máli og menningu að hlusta á bardukha, meiriháttar band!!! finnur skíthræddur (að eigin sögn) við flugeldana, þangað til hann vandist þeim! þá voru þeir náttúrlega orðnir ofurspennandi, sem betur fer vandist hann þeim um það bil sem lokahnykkurinn var, þannig að við komumst heim! krakkarnir farnir að sofa og við líka á leiðinni að sofa, þarf að vakna klukkan 5 urrggh!

bloggfall aftur í rúma viku, kem heim mánudaginn 25, seint!

vó hvað þetta er góður pistill!

vó hvað þetta er góður pistill!

poppea var bara nokkuð góð! bráðskemmtileg uppfær…

poppea var bara nokkuð góð! bráðskemmtileg uppfærsla, flestir söngvararnir mjög góðir þó sumir réðu ekki neitt óhemju vel við kóloratúrinn (hröðu nóturnar, skrautið) og aðrir væru svolítið frosnir á sviðinu! sviðsmynd og búningar stórsnjallir og fullt af lúmskum bröndurum

en mikið svakalega var heitt þarna inni! eins gott að músíkin var klippt niður um helming, annars hefði liðið yfir mann þarna (og kannski sofnað líka, 2 tímar og kortér með hléi er alveg fínn skammtur af monteverdi í einu – þeas ef maður þekkir ekki tónlistina því betur!)

en ég get semsagt vel mælt með sýningunni, við skemmtum okkur stórvel!


bland í poka

teljari

  • 374.188 heimsóknir

dagatal

ágúst 2003
S M F V F F S
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31  

sagan endalausa