Sarpur fyrir 14. ágúst, 2003

jæjajæja! komin heim í smá frí frá fríunum, svo l…

jæjajæja! komin heim í smá frí frá fríunum, svo london á sunnudaginn!

vestfirðir rokka, eins og alltaf, sólbaðsveður að hluta, eiginlega alltaf sól og hlýtt, stundum strekkingur þannig að í sólbaði í stuttbuxum og flíspeysu, grillað 5 sinnum, sund 6 sinnum, heimsókn til frændfólks 1 sinni, ísafjörður 4 sinnum (alltaf í ríkið nema einu sinni!) ungviðinu og mömmu þeirra tókst að brjóta einn dýrindiskeramíkvasa, undirskál, eldhúskrana (nei, það var ekki mamman sem braut hann!) og vatnskönnu, dugnaður þetta! grilljón gamlar vikur á svæðinu, nærri allar lesnar í sólbaði. 3 grilljónir krækiberja tínd og lítið minna af bláberjum, bæði venjulegum og aðal, evrópa má sko eiga sig og sína hitabylgju fyrir mér! amk þangað til á sunnudag!

en þá verður líka örugglega (!) orðið svalara!


bland í poka

teljari

  • 374.138 heimsóknir

dagatal

ágúst 2003
S M F V F F S
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31  

sagan endalausa