haldiði ég hafi ekki bara steingleymt tónleikunum …

haldiði ég hafi ekki bara steingleymt tónleikunum í Sigurjónssafni í gærkvöldi 😦 og ég sem ætlaði þvílíkt að mæta! grrr! (reyndar viðurkennist að ég hefði nú kannski ekki einu sinni drattast af stað þó ég hefði munað eftir þeim, var búin að sitja á vondum stól í stúdíói allt síðdegið í gær og var að drepast í bakinu) sorrí þóra, eins og mig langaði til að heyra þetta.

annars er maður alveg skuggalega latur að mæta á tónleika sem ekki tengjast manni sjálfum beint, ég held ég hafi ekki farið á nema tvenna tónleika hjá sinfó síðasta vetur, ljótt þetta! ég hlakka til þegar krakkarnir eru orðin svolítið stærri og ég hef minna að gera (HAHAHA!), þá skal ég fara að vera duglegri. þvílíkt sem maður er alltaf að missa af!

það er víst reyndar ekki hægt að gera allt. ég var að leika ofurkonu í vetur, semja eitt stykki messu fyrir kór, einsöngvara og hljómsveit, klára verk fyrir caput, taka lokapróf í söngnum (tvennir tónleikar, með hljómsveit og píanói) kenna 70%, vera á fullu í hljómeyki og hugsa pínulítið um manninn minn og börnin. ekki að hugsa um að gera þetta aftur! tímdi ekki að klippa neitt burt nema sinfóníuhljómsveit áhugamanna, eitthvað verður nú að víkja!

börnin úti á róló, reyna að vinna smá!

0 Responses to “haldiði ég hafi ekki bara steingleymt tónleikunum …”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

  • 373.752 heimsóknir

dagatal

júlí 2003
S M F V F F S
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
2728293031  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: