Sarpur fyrir 27. júlí, 2003

frumflutningur á höfundr aldar áðan, í reykholti, …

frumflutningur á höfundr aldar áðan, í reykholti, gekk fínt. svaka fínir hljóðfæraleikarar og söngvari. skildum litlu krakkana eftir hjá tengdó, og ég, jón lárus og fífa brunuðum í reykholt á nýja bílnum. cruise control svolítið kúl! veðrið þungbúið til að byrja með en létti til á leiðinni uppeftir og þegar í reykholt var komið var komin glampandi sól, fólk stóð úti á túni og tímdi varla inn á tónleikana! mamma og pabbi mættu á svæðið að hlusta.

tónleikarnir byrjuðu á tríói eftir haydn, mjög ljúft. þá kom undirrituð með höfund aldar, hulda björk, bryndís halla og steinunn birna mögnuðu upp seið með snorratextum, gekk svo vel að um leið og verkið var búið kom brjáluð demba og buldi á þakinu. eftir þetta verk kom píanótríó eftir dohnányi, þá hlé og eftir hlé píanókvartett eftir brahms, þvílíkt flottur! verð að eignast upptöku af dohnányi og brahms! verst þetta var sent út beint, get ekki tekið upp úr útvarpi, þetta var brjálæðislega flottur flutningur!

eitt sem fer svolítið í mínar fínustu er þegar fólk mætir á svona tónleika með lítil börn (þriggja ára) krakkagreyin geta náttúrlega ekki setið kyrr og róleg í 2 tíma, þurftu voða mikið að tala og syngja með og svoleiðis! ekki datt mér í hug að taka finn með!

komum út úr kirkjunni og aftur var komin brjáluð blíða! semsagt bara snorri að láta aðeins vita af sér!

og nú er það bara að koma krökkunum í bólið og fagna frumflutningi með kampavínsflöskunni (hmm, 4. víndagur í röð, kannski maður taki sér pásu í nokkra daga!!! uss, neiannars ef við værum frakkar eða ítalir væri þetta jú bara normið! 😉


bland í poka

teljari

  • 373.797 heimsóknir

dagatal

júlí 2003
S M F V F F S
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
2728293031  

sagan endalausa