fínn dagur! fjölskyldan fór á ylströnd, náðum þar…

fínn dagur! fjölskyldan fór á ylströnd, náðum þar svo sem klukkutíma áður en rigningin náði okkur. krakkarnir náðu að busla bæði í pottinum/lauginni upp við húsið og í sjónum (nema finni var ekki hleypt í sjóinn). mæltum okkur mót við hallveigu systur, jón heiðar manninn hennar, silju systur hans og ragnheiði dóru, dóttur þeirra (sko ekki dóttur silju!)

heim aftur í þrumuveðri, verst að sjá ekki eldingarnar, alltof bjart!

vorum með rísottó í matinn, erum með rísottódellu og stefnum að því að vinna okkur í gegn um rísottóbæklinginn frá osta- og smjör! í dag var rísottó með kjötsósu, bara nokkuð gott! besta uppskriftin hingað til er þó spínatrísottóið, rauk beint upp í ofurflokk í einkunnagjöfinni hjá okkur!

rísottó er óneitanlega vesen, maður neyðist til að hræra í hálftíma, en leyndarmálið er að vera með hvítvín eða rauðvín í glasi, þá er þetta ekkert leiðinlegt, ónei!

neyddist til (!) að opna rauðvínsflösku, átti að vera rauðvín í kjötsósunni, en svo langaði okkur miklu meira í hvítvín með matnum, þannig að opnuðum svoleiðis líka, nú er bara að klára, haha!

0 Responses to “fínn dagur! fjölskyldan fór á ylströnd, náðum þar…”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

  • 373.752 heimsóknir

dagatal

júlí 2003
S M F V F F S
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
2728293031  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: